Minniháttar jarðskjálftahrina hefur verið í gangi um 43 km vestur af Grímsey. Stærstu jarðskjálftarnir fundust ekki vegna fjarlægðar frá byggð. Jarðskjálftahrinan er á svæði sem er við norður jarðar sigdals sem er þarna og nær suður fyrir Akureyri. Hvar sigdalurinn endar er óljóst.
Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina Mw3,5. Á þessu svæði varð mjög stór jarðskjálftahrina í Júní 2020. Þá komu fram jarðskjálftar með stærðina Mw5,8 sem fundust yfir stórt svæði á norðurlandi. Það verða oft stórar jarðskjálftahrinur í þessum sigdal. Hversu oft það gerist veit ég ekki. Það er hugsanlegt að þarna verði fleiri jarðskjálftar án viðvörunnar. Þar sem þetta er langt frá landi, þá er erfitt að mæla litla jarðskjálfta sem verða þarna.