Jarðskjálftahrina austan við Grímsey

Í gær (23. Maí 2023) klukkan 19:22 hófst jarðskjálftahrina austan við Grímsey. Stærsti jarðskjálftinn sem hefur komið fram ennþá var með stærðina Mw3,8 þegar þessi grein er skrifuð. Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi. Stærsti jarðskjálftinn fannst á Akureyri og öðrum bæjum á norðurlandi.

Græn stjarna, ásamt rauðum og gulum punktum sem sýna minni jarðskjálfta á þessu svæði. Einnig sem það eru bláir og appelsínugulir punktar á öðrum svæðum á kortinu. Tími kortsins er 24. Maí. 23 18:40.
Jarðskjálftahrina austan við Grímsey. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hafa mælst í kringum 130 jarðskjálftar á þessu svæði. Þessi jarðskjálftahrina gæti aukist án viðvörunar eins og gerist stundum á þessu svæði. Það er ekki hægt að segja til um það hvenær þessi jarðskjálftahrina endar. Ég var aðeins lengur að skrifa þessa grein en venjulega, þar sem ég er að reyna að koma inn smá fríi hjá mér (auk þess sem ég geri aðra hluti) frá jarðfræði næstu daga. Hvernig það mun ganga á eftir að koma í ljós.

Ég ætla að benda á að ég er búinn að setja upp síðu þar sem ég hef tekið saman nokkur svæði með mælingum frá Veðurstofu Íslands.

Órói á SIL stöðvum á Íslandi

Ég er einnig með minn eigin jarðskjálftamæli sem mælir jarðskjálfta. Ég er að vinna í lausnum á því að koma aftur upp jarðskjálftamælingum á Íslandi en það tekur sinna tíma vegna þeirra tæknilegu lausna sem ég þarf að leysa úr áður en það verður hægt á ný.

Jarðskjálftagröf