Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja

Í gær (27. Maí 2023) varð jarðskjálftahrina í eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja. Það er ekki að sjá að þessi jarðskjálftahrina tengist þeirri þenslu sem er í eldstöðinni Fagradalsfjall (það er samt möguleiki en eins og er, þá er erfitt að vera viss). Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina Mw3,0. Jarðskjálftahrinan varð suður-vestur af Kleifarvatni.

Græn stjarna suður-vestur af Kleifarvatni þar sem jarðskjálftahrinan er á einum litlum punkti. Auk annara jarðskjálfta sem hafa orðið á Reykjanesskaga síðasta sólarhringinn.
Jarðskjálftahrinan í eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessa stundina er ekkert sem bendir til þess að þessi jarðskjálftahrina sé vegna kvikuhreyfinga á þessu svæði. Það eru engin (augljós) merki um það að eldstöðin Krýsuvík-Trölladyngja sé að verða virk. Þessa stundina er eldstöðin Krýsuvík-Trölladyngja sofandi.