Jarðskjálfti í Kleifarvatni

Í dag (30. Maí 2023) varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,1 í Kleifarvatni í eldstöðinni Krýsuvík. Ég veit ekki hvort að þessi jarðskjálfti fannst en það er möguleiki. Þetta er annar jarðskjálftinn með þessa stærð á þessu svæði á síðustu dögum.

Græn stjarna í Kleifarvatni, auk þess eru bláir punktar og rauður punktur í eldstöðinni Reykjanes sem er talsvert vestan við Kleifarvatn.
Jarðskjálftavirkni í Kleifarvatni. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta virðist vera hefðbundin jarðskjálftavirkni. Það virðast ekki vera neinar kvikuhreyfingar í eldstöðinni Krýsuvík. Það er hugsanlegt að þarna sé um áhrif að ræða vegna þenslu í öðrum eldstöðvum í nágrenninu (Fagradalsfjall) en það er erfitt að vera viss um að svo sé núna. Það ætti að koma í ljós eftir nokkrar vikur ef svo er.