Aukin jarðskjálftavirkni í eldstöðvunum Reykjanes og Fagradalsfjalli

Aðfaranótt 3. Júní 2023 varð jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes á svæði sem kallast Reykjanestá. Stærsti jarðskjálftinn í þeirri hrinu var með stærðina Mw3,0. Aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð. Jarðskjálftahrinan sem varð þarna bendir til þess að um kvikuvirkni hafi verið að ræða en það er erfitt að vera viss um að það sé það sem gerðist núna.

Appelsínugulir punktar við Reykjanestá í eldstöðinni Reykjanes. Einnig sem að það eru punktar í eldstöðinni Fagradalsfjalli. Tími á korti er 03. Jún. 23 klukka 12:35.
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Reykjanes við Reykjanestá og síðan í Fagradalsfjalli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það eru komnir tíu mánuðir síðan það var síðast eldgos í Fagradalsfjalli. Það er mjög líklegt að það muni gjósa þar fljótlega á ný, það er ekki hægt að segja til um hvenær slíkt eldgos verður. Síðustu vikur þá hefur jarðskjálftavirkni verið að aukast í Fagradalsfjalli og það bendir til þess að kvikuþrýstingur innaní eldstöðinni sé farinn að aukast. Þrýstingurinn er ekki orðinn nægur til þess að eldgos hefjist.