Í dag (3-Nóvember-2022) klukkan 11:06 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,2 á Tjörnesbrotabeltinu. Þessi jarðskjálfti varð talsverða fjarlægð frá landi. Þessi jarðskjálfti virðist einnig vera hluti af jarðskjálftavirkni á þessu svæði og á Tjörnesbrotabeltinu. Þarna virðist vera stöðug jarðskjálftahrina eins og er.
Það er erfitt að vita hvað þessi jarðskjálftavirkni þýðir, ef þessi jarðskjálftavirkni þýðir þá eitthvað. Það er orðið mjög langt síðan það varð mjög stór jarðskjálfti á Tjörnesbrotabeltinu á þessu svæði. Jarðskjálftar á þessu svæði geta náð stærðinni Mw7,0 en það er bara eftir mjög langt tímabil þegar ekkert hefur gerst. Oftast verða jarðskjálftar þarna með stærðina Mw6,0 og aðeins stærri.