Jarðskjálfti með stærðina Mw3,1 í Torfajökli

Í dag (06-September-2022) klukkan 13:19 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,1 í Torfajökli. Þessi jarðskjálfti varð í brún öskjunnar í Torfajökli.

Græn stjarna í brún Torfajökuls og nokkrir appelsínugulir punktar þar undir
Jarðskjálftavirkni í Torfajökli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta svæði í Torfajökli hefur verið virkt á undanförnum árum. Virknin á þessu svæði fer upp og niður og hefur í langan tíma verið mjög rólegt þarna. Hvað er að gerast þarna er óljóst, þar sem ég sé ekki nein augljós merki þess að eldgos sé að fara að hefjast í Torfajökli. Eldgos í Torfajökli eru ekki hraungos, þar sem kvikan þarna er ísúr eða súr þegar eldgos verða [gerðir kviku á Wikipedia]. Það kemur af stað öskugosi þegar eldgos verða. Síðasta eldgos í Torfajökli var árið 1477 og þá hófst það eldgos mjög líklega vegna kvikuinnskots frá Bárðarbungu inn í eldstöðina Torfajökull.

Styrkir

Þeir sem geta og vilja. Þá er hægt að styrkja mína vinnu hérna með því að leggja inn á mig með banka millifærslu eða með því að nota PayPal takkann hérna til hliðar. Það er hægt að sjá í eldri grein á þessari vefsíðu um lélega fjárhagslega stöðu mína. Takk fyrir aðstoðina. 🙂

Bankaupplýsingar

Nafn: Jón Frímann Jónsson
Kennitala: 1607804369
Banki: 0123-15-037975
Banki: Landsbankinn