Í nótt (8-September-2022) klukkan 04:01 varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,9 austur af Grímsey. Samkvæmt fréttum, þá fannst þessi jarðskjálfti á stóru svæði á norðausturlandi. Það hafa orðið meira en 22 jarðskjálftar sem hafa verið stærri en Mw3,0 síðan jarðskjálftahrinan hófst. Það hafa mælst yfir 700 jarðskjálftar þegar þessi grein er skrifuð. Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi og það þýðir að jarðskjálftum mun fjölga og það er hætta á stærri jarðskjálftum.
Jarðskjálftahrinur eru mjög algengar á þessu svæði við Grímsey á Tjörnesbrotabeltinu. Þarna er eldstöð en ég sé ekki nein merki þess að eitthvað sé að gerast þar. Þarna verða jarðskjálftahrinur á 2 til 3 ára fresti en það er mun lengra milli mjög stórra jarðskjálfta sem eru með stærðina 6 til 7 en slíkir jarðskjálftar gerast.
Styrkir
Þeir sem vilja og geta, þá er hægt að styrkja mína vinnu með því að leggja inn á mig með því að nota þessar hérna bankaupplýsingar eða með því að nota PayPal takkann hérna á síðunni. Þetta hjálpar mér að komast af yfir mánuðinn og fá smá borgað fyrir mína vinnu. Takk fyrir stuðninginn. 🙂
Bankaupplýsingar
Nafn: Jón Frímann Jónsson
Kennitala: 1607804369
Banki: 0123-15-037975
Banki: Landsbankinn