Staðan í jarðskjálftahrinunni austan við Grímsey (12-September-2022)

Þetta er stutt grein um stöðuna í jarðskjálftahrinunni austan við Grímsey.

Jarðskjálftahrinan sem hófst þann 8-September-2022 heldur áfram. Yfir 6000 jarðskjálftar hafa mælst þegar þessi grein er skrifuð. Stærstu jarðskjálftar síðustu daga hafa náð stærðinni Mw4,2 og hafa fundist yfir stórt svæði. Fólk sem á heima í Grímsey og ferðamenn sem eru þar finna mjög vel fyrir þessari jarðskjálftahrinu.

Grænar stjörnur í línu frá norðri til suður austan við Grímsey. Fullt af rauðum punktum í sömu línu sem sína minni jarðskjálfta.
Jarðskjálftahrinan austan við Grímsey. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það eru engin merki um að eldgos sé að fara að hefjast á þessu svæði. Það gæti breyst án viðvörunar en er ólíklegt engu að síður, en ég veit ekki hversu líklegt eldgos er á þessu svæði þar sem það eru ekki nein góð gögn um þetta svæði þar sem það er undir sjó. Það eru einnig ekki neinar augljósar breytingar á GPS mælum á svæðinu. Það er mjög líklega eingöngu jarðskjálftahrina en það útilokar ekki að þarna geti orðið jarðskjálfti með stærðina 6 til 7 án viðvörunar, þar sem hættan á slíkum jarðskjálfta er mjög mikil.

Styrkir

Það er hægt að styrkja mína vinnu með því að leggja inn á mig með bankamillifærslu (upplýsingar í fyrri grein eða á síðunni styrkir hérna fyrir ofan) eða með því að nota PayPal takkann. Styrkir hjálpa mér að komast af yfir mánuðinn. Takk fyrir stuðninginn. 🙂