Kröftug jarðskjálftahrina á jaðri Reykjaneshryggs

Jarðskjálftavirknin er um 1330 km frá Reykjavík og í Norður Atlantshafi. Hvað er að gerast þarna er óljóst en þetta er mjög líklega jarðskjálftahrina áður en eldgos hefst eða jarðskjálftahrina sem hófst í kjölfarið á eldgosi þarna. Sjávardýpi þarna er í kringum 3 til 4 km sem þýðir að ekkert mun sjást á yfirborði sjávar.

Earthquake Zoom - LAT: 50 - 60 ; LON: -44 -34 ; Rauðir punktar sýna nýjustu jarðskjálftana og appelsínugulir punktar sýna jarðskjálfta síðustu 48 klukkutímana
Jarðskjálftavirknin á jaðri Reykjaneshryggs. Skjáskot af vefsíðu ESMC.

Það hafa mælst 61 jarðskjálfti síðan 26-September-2022 þegar þessi virkni hófst. Stærsti jarðskjálftinn hingað til var með stærðina Mw5,7 en það hafa einnig orðið nokkrir jarðskjálftar með stærðina Mw5,0. Vegna þess hversu fjarlægt þetta svæði og langt frá mælanetum. Þá koma aðeins stærstu jarðskjálftarnir fram. Það er hægt að fylgjast með jarðskjálftahrinunni hérna á vefsíðu ESMC.