Þensla frá upphafi September í eldstöðinni Trölladyngja-Krýsuvík og í eldstöðinni Reykjanes

Samkvæmt GPS gögnum sem hægt er að skoða hérna fyrir eldstöðina Trölladyngja-Krýsuvík og hérna fyrir eldstöðina Reykjanes. Þá virðist sem að nýtt þenslutímabil hafi hafist í eldstöðinni Trölladyngja-Krýsuvík í upphafi September og er ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð. Mjög lítil jarðskjálftavirkni er í gangi þessa stundina en það hefur verið mikil jarðskjálftavirkni á svæðinu undanfarna mánuði og það getur hafa slakað á spennu á svæðinu. Þessi jarðskjálftavirkni útskýrir einnig einhverja af GPS færslunum sem koma fram. Ég hef takmarkaðan skilning á GPS gögnum og því getur mat mitt á þessum gögnum verið lélegt og rangt.

Það virðist einnig vera þensla í gagni í eldstöðinni Reykjanes og án mikillar jarðskjálftavirkni. Sú þensla virðist hafa verið í gangi síðan í upphafi Ágúst. Það hafa ekki orðið nein eldgos í eldstöðinni Reykjanes á þessum tíma. Jafnvel þó svo að komið hafi fram endurtekin tímabil þenslu, jarðskjálfta og sig í eldstöðinni Reykjanes. Stundum kemur fram kvikuinnskot í kjölfarið á þenslutímabili en það virðist ekki hafa gerst núna.

Ef að þetta þenslutímabil heldur áfram í einu eða báðum eldstöðvum. Þá er mjög líklegt að nýtt jarðskjálftatímabil sé að hefjast á Reykjanesskaga. Hvenær slíkt jarðskjálftatímabil hefst er vonlaust að segja til um. Þar sem nýlegar jarðskjálftahrinur og eldgos hafa breytt jarðskorpunni á svæðinu mjög mikið á undanförnum mánuðum. Kvikuinnskot og kvikan sem er þarna valda því að á svæðum er jarðskorpan að verða mýkri vegna hitans frá kvikunni og það dregur úr jarðskjálftavirkninni hægt og rólega. Frekar en í upphafi eldgosa tímabilsins, þegar jarðskorpan var köld og stökk og brotnaði með meiri látum sem olli meiri jarðskjálftavirkni rétt áður en eldgos átti sér stað.

Styrkir

Það er hægt að styrkja mína vinnu hérna með því að leggja inná mig með þessum hérna banka upplýsingum. Takk fyrir stuðninginn. Þar sem styrkir gera mér fært að halda þessari vefsíðu gangandi og vinna þessa vinnu. 🙂

Nafn: Jón Frímann Jónsson
Kennitala: 1607804369
Bankabók: 0123-26-010014
Banki: Landsbankinn hf