Í dag (1. September 2023) klukkan 17:55 þá varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,1 í eldstöðinni Reykjanes. Ég veit ekki hvort að þessi jarðskjálfti fannst, þar sem upptökin eru talsvert út í sjó og það er slæmt veður á svæðinu núna. Það hafa komið nokkrir minni jarðskjálftar í kjölfarið á þessum jarðskjálfta.
Það er óveður á þessu svæði núna sem dregur mjög mikið úr næmni fyrir litlum jarðskjálftum á þessu svæði. Hvort að þessi jarðskjálftahrina sé ennþá í gangi þegar óveðrið er gengið yfir verður bara að koma í ljós.