Í dag (7. September 2023) varð kvikusinnkot í eldstöðina Fagradalsfjall. Megin dýpi þessa kvikuinnskots var í kringum 7 km dýpi. Allir þeir jarðskjálftar sem komu fram voru litlir eða frá Mw0,1 og upp í Mw1,0 að stærð. Þetta virðist vera frekar stórt kvikuinnskot, þar sem hluti af því framkallar ekki jarðskjálfta vegna eldri kvikuinnskota á sama svæði í Fagradalsfjalli.
Morgunblaðið segir frá því að það er farin að mælast þensla á svæðinu og þenslan er núna kominn í 15mm mjög fljótlega eftir að eldgosi lauk í Fagradalsfjalli. Þetta er mjög snemma miðað við síðustu þrjú eldgos á þessu svæði, þar sem kvikuinnskotavirkni hófst ekki fyrr en þremur til sex mánuðum fyrir næsta eldgos. Það er núna möguleiki á því að næsta eldgos verði fyrr en síðustu þrjú eldgos. Það er ekki hægt að segja til um það hvenær næsta eldgos mun eiga sér stað.
Fréttir af þessu