Aukin leiðni í Múlakvísl úr Mýrdalsjökli

Það kemur fram í fréttum Rúv að undanfarna daga hefur mælst aukin rafleiðni í Múlakvísl. Það þýðir að líklega verður jökulflóð í Múlakvísl á næstu dögum og nálægum jökulám. Þessa stundina er næstum því engin jarðskjálftavirkni í Kötlu.

Það er lítil jarðskjálftavirkni í Kötlu þessa dagana. Græn stjarna sem er drauga jarðskjálfti er vestan við Mýrdalsjökul vegna mikillar jarðskjálftavirkni í Fagradalsfjalli.
Það er lítil jarðskjálftavirkni í Kötlu þessa dagana. Græna stjarnan er draugur frá Fagradalsfjalli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekkert sem bendir til þess að það sé að fara að gjósa í Kötlu.

Frétt Rúv

Aukin raf­leiðni í Múla­kvísl á ný og líkur á vatna­vöxt­um (Rúv.is)