Uppfærsla á stöðunni í Fagradalsfjalli þann 6. Júlí 2023 klukkan 14:49

Þetta er stutt grein þar sem það er mikið að gerast.

  • Það fór að draga úr jarðskjálftavirkni um klukkan 04:00 samkvæmt Veðurstofunni og hefur haldið áfram að minnka þegar þessi grein er skrifuð. Það bendir til þess að kvikan sé kominn mjög stutt í að komast upp á yfirborðið og gjósa.
  • Það er ennþá hætta á stórum jarðskjálftum þó svo að jarðskjálftavirkni fari minnkandi.
  • Færslur á GPS mælum eru á sumum stöðum nærri því 50mm. Það er miklu meira en í síðustu eldgosum á þessu svæði. Þegar færslur voru aðeins milli 15mm til 25mm á sumum svæðum. Færslur eru ekki jafnar á öllum GPS stöðvum.
  • Í dag byrjaði jarðskjálftavirknin að færast aftur nær Fagradadalsfjalli frá Keili. Á sama tíma fór jarðskjálftum að fækka.
  • Hérna eru þær vefmyndavélar sem ég veit af. Rúv, Reykjanes Norður, Reykjanes suður, Live from Iceland, Fagradalsfjall, Live from Iceland, Langihryggur, Morgunblaðið, Perlan.
  • Það er ekki hægt að segja til um það hvenær eldgos hefst.

 

Mikil jarðskjálftavirkni í Fagradalsfjalli og mikil jarðskjálftavirkni á kortinu af Reykjanesskaga. Margar grænar stjörnur á kortinu. Auk fullt af rauðum punktum að auki um allt.
Mjög mikil jarðskjálftavirkni í Fagradalsfjalli og við Keili. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekki hægt að segja til um það hvenær eldgos hefst. Vegna þess að þarna hefur verið mikil jarðskjálftavirkni og önnur virkni síðustu tvö ár, þá eru komnir fram miklir veikleikar í jarðskorpunni á þessu svæði. Það gerir kvikunni fært að komast með einfaldari hætti upp á yfirborðið og hefja eldgos. Það er spurning hvort að það sé eitthvað við Keili sem veldur því að kvikan virðist ekki komast þar upp með einföldum hætti. Kvika leitar alltaf af þeirri leið sem veitir minnsta mótspyrnu og fer þá leið og kemur þannig af stað eldgosi. Sú staðsetning er núna milli Keili og Fagradalsfjalls virðist vera.