Uppfærsla á stöðunni á jarðskjálftavirkninni við Eldey og Eldeyjarboða þann 7. Júlí 2023 klukkan 13:56

Þetta er stutt grein. Þar sem það er mikið að gerast.

  • Stærsti jarðskjálftinn síðustu 24 klukkutímana var með stærðina Mw4,5 við Eldey.
  • Þessi jarðskjálftahrina lítur út fyrir að vera kvikuinnskot. Þar sem þetta svæði er út í sjó, þá er hinsvegar ekki hægt að vera viss.
  • Það er erfitt að vita hvort að þarna verði eldgos. Ef að eldgos verður. Þá verða áhrifin líklega takmörkuð útaf dýpi sjávar.
Mikið af grænum stjörnum á Reykjaneshrygg og síðan á Reykjanesskaga. Það er mikil virkni á Reykjanesinu og Reykjaneshrygg núna og það sýnir sig í fullt af punktum á kortinu.
Mikil jarðskjálftavirkni á Reykjaneshrygg og Reykjanesskaga. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ólíklegt að mínu áliti að þessir jarðskjálftar tengist virkninni vegna þenslu í Fagradalsfjalli. Þeir jarðskjálftar eru yfirleitt mun nærri Fagradalsfjalli en þessi virkni. Það er ekki hægt að útiloka það en er mjög ólíklegt að svo sé. Eldri jarðskjálftavirkni á sama svæði minnkar einnig þessar líkur á því að virknin í Fagradalsfjalli sé að valda þessari virkni. Það er einnig ólíklegt að hérna sé um að ræða hreyfingar vegna jarðskorpuvirkni. Það er ekki hægt að útilokað það en er ólíkleg ástæða. Það er alltaf erfiðara að ráða í það sem gerist í svæði úti í sjó en á svæðum á landi, þar sem aðgengi er einfaldara.