Þetta er mjög stutt grein þar sem eldgos er mögulega á leiðinni. Þegar þessi grein er skrifuð er eldgos ekki hafið.
- Stærsti jarðskjálftinn síðustu 24 klukkutímana virðist vera með stærðina Mw4,3. Ég næ ekki lengur að fylgjast með jarðskjálftum sem verða vegna fjölda þeirra.
- Þensla nærri Keili hefur náð 200mm (20sm) á innan við 48 klukkustundum eftir að þessi atburðarrás hófst.
- Innflæði kviku er í samkvæmt útreikningum í kringum 88m3/s og það er mjög mikið innflæði af kviku sem er að fara um mjög hratt.
Það er óljóst hvar eldgosið mun koma upp. Fækkun jarðskjálfta bendir sterklega til þess að kvikan sé nálægt því að finna sér leið upp á yfirborðið. Samkvæmt mælingum þá er talið að kvikan sé á innan við 1 km dýpi í jarðskorpunni.