Uppfærsla á stöðunni í Fagradalsfjalli þann 7. Júlí 2023 klukkan 14:43

Þetta er mjög stutt grein þar sem eldgos er mögulega á leiðinni. Þegar þessi grein er skrifuð er eldgos ekki hafið.

  • Stærsti jarðskjálftinn síðustu 24 klukkutímana virðist vera með stærðina Mw4,3. Ég næ ekki lengur að fylgjast með jarðskjálftum sem verða vegna fjölda þeirra.
  • Þensla nærri Keili hefur náð 200mm (20sm) á innan við 48 klukkustundum eftir að þessi atburðarrás hófst.
  • Innflæði kviku er í samkvæmt útreikningum í kringum 88m3/s og það er mjög mikið innflæði af kviku sem er að fara um mjög hratt.
Fullt af grænum stjörnum og punktum sem sína minni jarðskjálfta á Reykjanesskaga og við Fagradalsfjall. Þetta eru fleiri punktar en ég get talið.
Mikil jarðskjálftavirkni í Fagradalsfjalli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er óljóst hvar eldgosið mun koma upp. Fækkun jarðskjálfta bendir sterklega til þess að kvikan sé nálægt því að finna sér leið upp á yfirborðið. Samkvæmt mælingum þá er talið að kvikan sé á innan við 1 km dýpi í jarðskorpunni.