Í dag (5-Maí 2024) klukkan 20:33 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,5 nærri Eldey á Reykjaneshrygg. Þetta er úti í sjó og talsverða fjarlægð frá landi, þannig að fleiri jarðskjálftar eru að eiga sér stað en koma fram á mælaneti Veðurstofu Íslands.
Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð. Það eru jarðskjálftar sem munu eingöngu sjást á vefsíðu Veðurstofu Íslands eftir að búið er að fara handvirkt yfir þessa jarðskjálftahrinu hjá Veðurstofunni.