Staðan í jarðskjálftahrinunni á Reykjaneshryggnum í Eldey

Jarðskjálftahrinan sem hófst í dag (16-Nóvember-2019) á Reykjaneshrygg í eldstöð sem heitir Eldey (Global Volcanmism Profile er Reykjanes). Þegar þessi grein er skrifuð hafa orðið 29 jarðskjálftar sem eru stærri en Mw3,0. Stærsti jarðsjálftinn sem hefur mælst var með stærðina Mw4,5. Það hægðist aðeins á jarðskjálftahrinunni eftir klukkan 17:00 og það hefur verið róleg jarðskjálftavirkni á Reykjaneshrygg síðan þá en jarðskjálftavirknin er ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð.


Jarðskjálftavirknin á Reykjaneshrygg. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Þéttleiki jarðskjálftahrinunnar á Reykjaneshrygg. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærstu jarðskjálftarnir hafa náð stærðinni Mw5,0 og síðast gerðist það í jarðskjálftahrinu sem átti sér stað í Júní og Júlí 2015. Ég skrifaði um þær jarðskjálftahrinur.