Djúpir jarðskjálftar í Bárðarbungu og Tungnafellsjökli

Þó svo að eldgosinu í Holuhrauni og Bárðarbungu sé lokið. Þá er ennþá fullt að gerast í Bárðarbungu þessa dagana. Dýpsti jarðskjálftinn sem hefur átt sér stað síðustu 48 klukkutímana var með dýpið 28,6 km og jarðskjálftar verða ekki mikið dýpri en þetta í Bárðarbungu. Á þessi dýpi koma jarðskjálftar fram vegna hreyfinga kviku frekar en spennubreytinga í jarðskorpunni.

150629_1615
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu (rauðir punktar). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Tungnafellsjökull

Síðan að eldgosinu lauk í Bárðarbungu og Holuhrauni þá hefur ekki dregið úr virkni í Tungnafellsjökli eins og búast hefði mátt við. Jarðskjálftavirkni hefur haldið áfram, þó lítil sé og á mjög miklu dýpi. Dýpsti jarðskjálftinn síðustu 48 klukkutímana var með dýpið 26,2 km.

150628_1925
Jarðskjálftavirkni í Tungnafellsjökli (gulir punktar). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er óljóst hvað er að gerast í Tungnafellsjökli þar sem eldstöðin hefur ekki gosið á sögulegum tíma. Það er þó ljóst að kvikuinnskot eru að eiga sér stað á miklu dýpi, hvort og hvenær slíkt gæti leitt til eldgoss er óljóst á þessari stundu. Þar sem Tungnafellsjökull hefur ekki gosið á sögulegum tíma þá er ekki hægt að segja til um það hvað gerist næst í eldstöðinni.

Jarðskjálftaviðvörun á Reykjanesi

Veðurstofan og Almannavarnir gáfu út viðvörun vegna hugsanlegar jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga í dag (19-Júní-2015). Það er ekki vitað hvenær jarðskjálftavirknin mun eða muni hefjast. Það er hugsanlegt að stærstu jarðskjálftarnir í þessari jarðskjálftahrinu þegar hún hefst nái stærðinni 6,5. Um er að ræða svæði sem nær frá Kleifarvatni og austur að Ölfusi. Það er einnig möguleiki á því að spennan sem þarna er á svæðinu losni út án þess að það verði stór jarðskjálfti, það er mín skoðun að minnstar líkur séu á slíkri niðurstöðu.

Það er mín skoðun að einnig sé hætta á stórum jarðskjálftum á Reykjaneshrygg en þar er minni byggð nærri og því minni hætta á skemmdum í kjölfarið á jarðskjálfta þar.

Viðvörunin

Skjálftavirkni á Reykjanesskaga (Veður.is)
Fréttatilkynning vegna jarðskjálftavirkni að undanförnu á svæðinu frá Krísuvík austur í Ölfus (Veður.is)

Fréttir af tilkynningunni

Hætta á stórum skjálfta á Reykjavíkursvæðinu (Vísir.is)
Vara við skjálfta til að draga úr slysahættu (Vísir.is)

Skaftárhlaup hafið frá Skaftárkötlum

Í gær (16-Júní-2015) hófst lítið skaftárhlaup frá vestari skaftárkatlinum að talið er. Þetta er mjög lítið flóð og getur mest orðið rúmlega 900m³/sek. Aðal hættan frá þessum flóðum eru þær gastegundir sem losna útí andrúmsloftið þegar vatnið kemur undan jökli. Vegna þess þá mælist Veðurstofan til þess að fólk haldi sig fjarri þeim ám sem flóðið fer í og fari ekki nærri þeim jöklum sem flóðið kemur undan. Það er ekki ljóst núna hversu stórt þetta flóð mun verða eða hvort að það komi frá vestari skaftárkatlinum, sem er þó líklegra þar sem stutt er síðan það hljóp úr eystri skaftárkatlinum.

Þegar svona jökulflóð verða, þá koma fram óróakviður frá þeim skaftárkatli sem hleypur úr. Það er ekki almennilega vitað afhverju þetta gerist en það er talið að þegar vatnið fer úr katlinum sem flæðir úr þá valdi það suðu í jarðhitakerfinum (hverir) sem þarna eru. Það er mjög lítill möguleiki á því að þetta flóð komi af stað eldgosi þarna, möguleikinn er til staðar en mjög lítill.

Fréttir af Skaftárhlaupi

Skaftárhlaup líklega hafið (Rúv.is)
Lítið Skaft­ár­hlaup lík­lega hafið (mbl.is)
Skaftárhlaup mjög líklega hafið (Vísir.is)

Lítil jarðskjálftahrina á SISZ (Suðurlandsbrotabeltinu)

Aðfaranótt 12-Júní-2015 átti sér stað lítil jarðskjálftahrina á suðurlandsbrotabeltinu (SISZ). Þessi litla jarðskjálftahrina varð á norðurbrún suðurlandsbrotabeltisins og þetta telst vera mjög lítil jarðskjálftahrina. Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu hafði stærðina 2,9.

150612_1250
Jarðskjálftahrinan á Suðurlandsbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftahrina kom vel fram á jarðskjálftamælinum mínum í Heklubyggð.

hkbz.svd.12.06.2015.at.12.55.utc
Stærsta útslagið á þessari mynd er frá jarðskjálftanum með stærðina 2,9. Þessi mynd er undir Creative Commons Licence, sjá nánar á CC leyfi síðunni.

Ástæða þess að útslagið er svona mikið vegna jarðskjálftans sem er með stærðina 2,9 er einföld. Þessi jarðskjálfti átti sér stað mjög nálægt jarðskjálftamælinum. Þegar jarðskjálftar verða mjög nálægt jarðskjálftamælinum, þá sjást þeir mjög vel, jafnvel þó svo að þeir séu mjög litlir.

Jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg (11-Júní-2015)

Aðfaranótt 11-Júní-2015 varð jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg. Þetta varð meðalstór jarðskjálftahrina það hafa mælst 151 jarðskjálfti núna.

150611_1900
Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg, grænar stjörnur sýna jarðskjálfta sem eru stærri en 3,0. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu hafði stærðina 3,9, annar stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu hafði stærðina 3,6. Aðrir jarðskjálftar í þessari hrinu voru minni að stærð. Þessari jarðskjálftahrinu virðist vera lokið í bili, þó er mögulegt að jarðskjálftahrinan taki upp aftur eftir nokkra daga eða vikur af fullum krafti. Þar sem jarðskjálftahrinur á Reykjaneshryggnum hefjast rólega og vara síðan í nokkra daga til vikur.

hkbz.svd.11.06.2015.at.16.10.utc
Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshryggnum kom vel fram á jarðskjálftamælinum mínum í Heklubyggð á suðurlandinu. Þessi mynd er undir CC leyfi, sjá nánar á CC leyfi síðunni.

Jarðskjálftar sem eru stærri en 2,5 koma vel fram á jarðskjálftamælinum í Heklubyggð. Minni jarðskjálftar sjást ekki vel eða alls ekki.

Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu

Í dag (10-Júní-2015) varð jarðskjálfti í Bárðarbungu með stærðina 3,3. Dýpi þessa jarðskjálfta var 6,3 km.

150610_2135
Jarðskjálftinn með stærðina 3,3 er þar sem græna stjarnan er á kortinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Engir aðrir jarðskjálftar hafa átt sér stað í Bárðarbungu eftir þennan jarðskjálfta sem stendur. Þessi jarðskjálfti var lágtíðni jarðskjálfti, sem þýðir að hann kom til vegna kvikuhreyfinga í Bárðarbungu á 6,3 km dýpi. Á þessari stundu er ekki hægt að vita hvað er að gerast í Bárðarbungu, á þessari stundu veit ég ekki til þess að þensla hafi átt sér stað í Bárðarbungu síðan eldgosinu í Holuhrauni lauk, þó er mjög erfitt að sjá það vegna þess hversu stórt svæði er um að ræða og erfitt að mæla það af þeim ástæðum.

Yfirlit yfir jarðskjálftavirkni á Íslandi í viku 23

Í viku 23 hefur ekki verið mikið um jarðskjálftavirkni á Íslandi. Hefðbundin smáskjálftavirkni hefur átt sér stað þessa viku eins og aðrar vikur og ekki hefur mikið gerst. Eitthvað hefur sést af ísskjálftum í Vatnajökli og jarðskjálftavirkni heldur áfram í Bárðarbungu.

150607_1940
Hefðbundin jarðskjálftavirkni á Íslandi þessa stundina. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessa stundina er jarðskjálftavirkni á Íslandi hefðbundin bakgrunnsvirkni. Þar sem það er alltaf smáskjálftavirkni að eiga sér stað á Íslandi. Það gerist mjög sjaldan sem engin jarðskjálftavirkni á sér stað og er mjög langt á milli slíkra daga. Þessa stundina er ekkert sérstakt í gangi á Íslandi, hvorki í jarðskjálftum eða í virkni eldfjalla.

Vegna vinnu í sumar

Þar sem ég verð að vinna í sumar frá klukkan 08:00 til 16:00 þá mun ég ekki geta fylgist með stöðu mála yfir daginn. Þannig að ef eitthvað gerist þá mun ég fyrst skrifa um það þegar ég kem úr vinnunni.