Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu

Í dag (10-Júní-2015) varð jarðskjálfti í Bárðarbungu með stærðina 3,3. Dýpi þessa jarðskjálfta var 6,3 km.

150610_2135
Jarðskjálftinn með stærðina 3,3 er þar sem græna stjarnan er á kortinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Engir aðrir jarðskjálftar hafa átt sér stað í Bárðarbungu eftir þennan jarðskjálfta sem stendur. Þessi jarðskjálfti var lágtíðni jarðskjálfti, sem þýðir að hann kom til vegna kvikuhreyfinga í Bárðarbungu á 6,3 km dýpi. Á þessari stundu er ekki hægt að vita hvað er að gerast í Bárðarbungu, á þessari stundu veit ég ekki til þess að þensla hafi átt sér stað í Bárðarbungu síðan eldgosinu í Holuhrauni lauk, þó er mjög erfitt að sjá það vegna þess hversu stórt svæði er um að ræða og erfitt að mæla það af þeim ástæðum.