Yfirlit yfir jarðskjálftavirkni á Íslandi í viku 23

Í viku 23 hefur ekki verið mikið um jarðskjálftavirkni á Íslandi. Hefðbundin smáskjálftavirkni hefur átt sér stað þessa viku eins og aðrar vikur og ekki hefur mikið gerst. Eitthvað hefur sést af ísskjálftum í Vatnajökli og jarðskjálftavirkni heldur áfram í Bárðarbungu.

150607_1940
Hefðbundin jarðskjálftavirkni á Íslandi þessa stundina. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessa stundina er jarðskjálftavirkni á Íslandi hefðbundin bakgrunnsvirkni. Þar sem það er alltaf smáskjálftavirkni að eiga sér stað á Íslandi. Það gerist mjög sjaldan sem engin jarðskjálftavirkni á sér stað og er mjög langt á milli slíkra daga. Þessa stundina er ekkert sérstakt í gangi á Íslandi, hvorki í jarðskjálftum eða í virkni eldfjalla.

Vegna vinnu í sumar

Þar sem ég verð að vinna í sumar frá klukkan 08:00 til 16:00 þá mun ég ekki geta fylgist með stöðu mála yfir daginn. Þannig að ef eitthvað gerist þá mun ég fyrst skrifa um það þegar ég kem úr vinnunni.