Ég mun slökkva á jarðskjálftamælinum í Böðvarshólum þann 28-Maí-2015. Eftir að slökkt verður á þeim jarðskjálftamæli verður eingöngu jarðskjálftamælirinn við Heklubyggð í gangi um óákveðin tíma eins og staðan er í dag. Jarðskjálftamælirinn í Böðvarshólum hefur verið að mæla jarðskjálfta síðan 2012. Það hefur reynst mér erfitt að viðhalda jarðskjálftamælum sem eru staðsettir útí sveit vegna samskiptavandamála við þær stöðvar. Einnig sem að 3G merki hefur verið að leka inn í mælingar síðasta vetur þegar mikill snjór var til staðar auk annara vandamála. Það hefur einnig verið ljóst frá upphafi að ég mundi ekki geta haft þetta jarðskjálftamælanet í gangi um alla framtíð. Ég einfaldlega geta það ekki, þetta hefur alltaf verið tímabundið jarðskjálftamælanet. Á þeim tíma sem hef verið með þetta jarðskjálftamælanet hef ég mælt mjög marga jarðskjálfta að ég á eftir að vinna almennilega með það, setja inn staðsetningar og stærðir jarðskjálftanna. Þessa stundina á ég ennþá eftir að vinna úr rúmlega fimm árum af jarðskjálftagögnum. Það eru einnig breytingar að eiga sér stað þar sem jarðskjálftamælirinn er hýstur, breytingar sem ég hef ekki neina stjórn á og kem ekki nálægt.
Ég mun ekki hætta að mæla jarðskjálfta, þó svo að ég hætti með jarðskjálftamælanetið. Ég mun hinsvegar eingöngu mæla jarðskjálfta þar sem ég mun eiga heima og ég ætla mér að eiga heima í Danmörku. Í Danmörku verða ekki margir jarðskjálftar og því ætla ég að einbeita mér að því að mæla fjarlæga og stóra jarðskjálfta þegar þeir eiga sér stað [jarðskjálftar stærri en 6,0]. Það verður einnig einfaldara að vinna úr færri jarðskjálftum heldur en þeim rosalega fjölda jarðskjálfta sem ég hef verið að mæla undanfarin ár á Íslandi. Eini jarðskjálftamælirinn sem ég mun verða með núna verður staðsettur í Heklubyggð (Hekla). Ég veit ekki hversu lengi sú stöð verður í gangi í viðbót, það veltur á eigandanum sem á sumarbústaðinn. Ég vona að allir skilji afhverju ég þarf að slökkva á jarðskjálftamælinum mínum. Síðan eru einnig persónuelgar aðstæður hjá mér að breytast sem munu líklega gera mér ófært um að reka svona mælanet í framtíðinni hvort sem er. Eins og segir hérna að ofan, þá ætla ég mér ekki að hætta að mæla jarðskjálfta. Hinsvegar mun ég bara gera það heima hjá mér en ekki með jarðskjálftamælum sem eru staðsettir langt í burtu frá mér.
Hægt er að skoða gögn frá jarðskjálftamælunum mínum hérna. Jarðskjálftamælirinn í Heklubyggð uppfærist ekki þessa studina vegna bilunar. Það bilaði þráðlaus sendir (WLAN) sem tengir jarðskjálftamælinn við internetið. Sá búnaður er orðinn nærri því tíu ára gamall og farinn að bila af þeim sökum. Ég mun senda nýjan þráðlausan sendi fljótlega suður og það mun vonandi koma í veg fyrir þetta sambandsleysi við þessa stöð. Ég reikna með að jarðskjálftamælirinn sé ennþá í gangi og mæli jarðskjálfta, það hefur verið tilfellið undanfarna mánuði þegar þetta hefur gerst.