Nýtt kvikuinnskot í Kötlu

Í gær (01-Maí-2015) átti sér stað lítið kvikuinnskot í eldstöðinni Kötlu. Þetta kvikuinnskot hafði dýpið 26,9 km til 18,5 km. Stærstu jarðskjálftarnir sem fylgdu þessi kvikuinnskoti höfðu stærðina 2,0.

150501_1820
Jarðskjálftahrinan í Kötlu. Höfundaréttur að þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta kvikuinnskot þýðir ekki að eldgos sé yfirvofandi í Kötlu. Hinsvegar miðað við fyrri hegðun eldfjallsins þá er ljóst að þetta er þróun í Kötlu sem þarf að fylgjast með. Það er möguleiki á því að þessi virkni hætti en það er engin leið til þess að vita það fyrir víst. Það eina sem hægt er að gera er að bíða og sjá hvað gerist.

Athugun með Grímsvötn

Ég hef tekið eftir því að jarðskjálftavirkni hefur verið að aukast undanfarið í Grímsvötnum. Það bendir til þess að eldstöðin sé að verða tilbúin fyrir næsta eldgos. Síðustu eldgos í Grímsvötnum voru árin 2011, 2004, 1998 …osfrv. Það er ekki hægt að vita hvenær eða hversu stórt næsta eldgos verður í Grímsvötnum.