Jarðskjálftavirkni í Öskju

Í þessari viku (vika 18) hefur verið talsvert um jarðskjálfta í Öskju. Allir þeir jarðskjálftar sem hafa átt sér stað hafa verið litlir og ekki farið yfir stærðina 2,0 eftir því sem ég kemst næst.

150502_1850
Jarðskjálftavirkni í Öskju (neðst á myndinni). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekkert sem bendir til þess að núverandi jarðskjálftavirkni í Öskju sé vegna kvikuhreyfinga í eldstöðinni. Þetta virðist frekar vera vegna breytinga í jarðhita sem þarna eru að eiga sér stað vegna aukinnar kviku innan í eldstöðinni, en þessi aukna kvika hitar upp það grunnvatn sem er inní eldstöðinni og jarðlögum. Aukin hveravirkni og jarðhiti hefur verið skráð áður en eldgos hófust áður fyrr. Það sem er óljóst er hversu lengi þetta ferli varir, þar sem skráning á slíkum atriðum er ekki örugg eða góð eftir því sem ég kemst næst.

Askja hóf að undirbúa eldgos árið 2010 en eins og staðan er í dag þá er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé yfirvofandi. Það er hinsvegar óljóst hvort að þrýstingur frá Bárðarbungu hafi breytt einhverju í Öskju og aukið hættuna á eldgosi.

One Reply to “Jarðskjálftavirkni í Öskju”

  1. „Yfir hrundi askan dimm…“ Afleiðingar Öskjugossins 1875

    Árið 1875 varð mikið sprengigos í Öskju í Dyngjufjöllum. Í kjölfar þess féll gríðarlegt magn ösku á stóru svæði á Austurlandi með þeim afleiðingum að fjöldi fólks varð að flýja heimili sín. Bændur urðu fyrir miklum búsyfjum og margir sáu sér þann kost vænstan að flýja alla leið til Vesturheims. Í þættinum verður fjallað um öskufallið, afleiðingar þess og hvernig það var að upplifa slíkar náttúruhamfarir á seinni hluta 19. aldar þegar aðstæður fólks voru allt aðrar en við þekkjum í dag.

    http://www.ruv.is/node/884910

Lokað er fyrir athugasemdir.