Lítið jökulhlaup frá Grímsvötnum

Í dag (11-Maí-2015) hófst lítið jökulhlaup frá Grímsvötnum. Þetta jökulhlaup er ekki hættulegt. Það sem er þó hættulegt við það eru þær gastegundir sem losna núna útí loftið. Þessar gastegundir eru hættulegar ef fólk fer of nálægt jökulánni Gígukvísl, sérstaklega þar sem flóðið kemur undan jökli. Hættan er sú að fólk skaði í sér augun og lungun vegna brennisteinssambanda í loftinu sem fylgja þessu flóði auk annara tegunda af gasi.

grf.svd.11.05.2015.at.20.47.utc
Óróinn í Grímsvötnum þessa stundina. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi aukni órói í Grímsvötnum á líklega uppruna sinn í háhitasvæðum undir jöklinum sem sjóða núna þegar þrýstingurinn fellur skyndilega af þeim. Auk óróans frá hlaupinu sjálfu. Það er ekkert sem bendir til þess núna að eldgos sé að fara að hefjast í Grímsvötnum á þessari stundu.

Fréttir af jökulhlaupinu

Lítið hlaup í Gígjukvísl (Rúv.is)