Hvernig Bárðarbunga seig saman

Það kom út nýlega góð grein um hvernig Bárðarbunga seig saman í sex mánaða eldgosinu í Holuhrauni. Það eru ennþá að koma fram nýjar upplýsingar um eldgosið í Bárðarbungu og hvað gerðist í eldstöðinni þó svo að ekkert hafi gerst síðan eldgosinu lauk í Holuhrauni. Nýjustu gögnin sýna fram á það að Bárðarbunga seig saman, það sig átti sér ekki stað með sprengingu eins og gerist oft, heldur með hægu sigi yfir sex mánaða tímabil. Eldgosið í Holuhrauni er stærsta eldgos á Íslandi í rúmlega 230 ár.

Greinin um eldgosið í Bárðarbungu

Iceland’s Bárðarbunga-Holuhraun: a remarkable volcanic eruption (blogs.egu.eu, Enska)