Kröftug jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg í eldstöðinni Reykjanes

Ég hef ekki miklar upplýsingar um það hvað er að gerast núna á Reykjaneshryggnum. Það er mjög kröftug jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg við Geirfugladrang sem er í rúmlega 20 til 40 km fjarlægð frá ströndinni. Þetta er mjög kröftug jarðskjálftahrina sem er þarna núna og gæti jafnvel orðið kröftugri. Ég veit ekki hvort að þessi jarðskjálftahrina á upptök sín í flekahreyfingum eða vegna þess að kvika sé farin að leita upp á yfirborðið. Eldstöðin á þessu svæði heitir Reykjanes.


Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg í eldstöðinni Reykjanes. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er mikið að gerast í þessari jarðskjálftahrinu og því munu upplýsingar hérna verða úreltar á mjög skömmum tíma.