Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu

Í dag (24-Nóvember-2019) varð regluleg jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Tveir stórir jarðskjálftar urðu í Bárðarbungu og voru þeir með stærðina Mw4,0 klukkan 04:22 og seinni jarðskjálftinn varð klukkan 04:28 og var með stærðina Mw3,5. Þessi jarðskjálftavirkni verður í Bárðarbungu vegna þess að Bárðarbunga er að þenjast út. Þessi jarðskjálftavirkni er því mjög hefðbundin núna og þetta mun verða svona næstu 10 til 30 árin. Þá munu einnig einstaka jarðskjálftar með stærðina Mw5,0 eða stærri eiga sér stað á þessu tímabili.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni mun ekki valda eldgosi í Bárðarbungu þar sem þetta er of lítil jarðskjálftavirkni svo að það geti gerst. Það sem þessi jarðskjálftavirkni sýnir er að það verður eldgos í Bárðarbungu á næstu árum en hvenær slíkt eldgos verður er ekki hægt að spá fyrir um.

Auglýsingar

Amazon Bretlandi