Jarðskjálftahrina nærri Eldey og Eldeyjarboða á Reykjaneshrygg

Á síðustu 24 klukkustundum hófst jarðskjálftahrina við Eldey og Eldeyjarboða á Reykjaneshrygg. Stærstu jarðskjálftarnir virðast vera með stærðina Mw3,2 til Mw3,7 eða í kringum þá stærð. Það er mjög erfitt að sjá þessa jarðskjálfta á korti Veðurstofunnar vegna mikillar jarðskjálftavirkni í Fagradalsfjalli og Keili.

Það er mikið af grænum stjörnum og punktum af öllum mögulegum litum á þessu korti. Grænar stjörnur úti í sjó ekki langt frá Eldey og Eldeyjardrangi.
Mikil virkni á Reykjanesskaga og Reykjaneshrygg. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég veit ekki hvort að þessi jarðskjálftavirkni tengist því sem er að gerast í Fagradalsfjalli en það er möguleiki að virknin þar hafi komið þessari virkni af stað, án þess að tengslin séu einhver meiri. Það er ekki hægt að segja til um hvað er að gerast þarna þar sem svæðið er úti í sjó.