Jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Kötlu

Í dag (30-September 2024) klukkan 05:35 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,6 í eldstöðinni Kötlu. Þessi jarðskjálfti fannst ekki. Þessi jarðskjálfti varð eftir minniháttar jökulflóð frá Mýrdalsjökli.

Græn stjarna í norður hluta öskju Kötlu. Auk nokkura punkta sem sýna minni jarðskjálfta á sama svæði.
Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hefur ekki orðið frekari jarðskjálftavirkni síðan þessi jarðskjálftavirkni átti sér stað. Þegar þessi grein er skrifuð, þá er mjög rólegt í eldstöðinni Kötlu og hefur verið það síðan lítið eldgos varð í Kötlu í Júlí. Bæði lítil og stór jökulflóð geta komið frá Mýrdalsjökli án mikillar viðvörunnar.