Stór jarðskjálfti í Bárðarbungu

Í dag (06-Október 2024) klukkan 17:56 varð stór jarðskjálfti í Bárðarbungu. Þessi jarðskjálfti var með stærðina Mw4,5 til Mw5,1. Veðurstofan sagði að jarðskjálftinn væri með stærðina Mw4,5. EMSC sagði að jarðskjálftinn væri með stærðina Mw5,0 og USGS sagði að jarðskjálftinn væri með stærðina Mw5,1. Í gær urðu tveir jarðskjálftar með stærðina Mw3,7 og Mw3,9 í Bárðarbungu.

Fjórar grænar stjörnur í eldstöðinni Bárðarbungu. Ein er í norður-austur hlutanum en þrjár eru í suður-vestur hluta Bárðarbungu. Nokkrir minni punktar sína minni jarðskjálfta í Bárðarbungu.
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu kemur til vegna þess að eldstöðin er að þenjast út eftir að síðasta eldgosi lauk (Febrúar 2015). Það mun fara að draga úr þessari jarðskjálftavirkni eftir um 10 til 30 ár og þá verða jarðskjálftar með stærðina Mw5,0 eingöngu á nokkura ára fresti.