Jarðskjálftahrina nærri Geirfugladrangi á Reykjaneshrygg

Í dag (21. Febrúar 2023) hófst jarðskjálftahrina nærri Geirfugladrangi á Reykjaneshrygg. Þetta er mögulega í öðru eldstöðvarkerfi en Reykjanesi vegna fjarlægðar frá landi og það er ólíklegt að eldstöðin Reykjanes nái svona langt suður. Það er ekkert nafn tengt við þessa eldstöð en Geirfugladrangur. Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina Mw3,1. Þessa jarðskjálftahrina er ennþá í gangi og því gætu komið stærri jarðskjálftar á þessu svæði.

Græn stjarna og rauðir punktar þar sem aðal jarðskjálftavirknin er úti á Reykjaneshrygg. Auk gulra punkta á svipuðu svæði sem sýna minni jarðskjálfta.
Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinan bendir sterklega til þess að þarna sé kvikuinnskot að eiga sér stað. Þetta svæði á Reykjaneshrygg gaus síðast milli 16 aldar og fram til 18 aldar en síðan þá hefur ekki komið neitt eldgos.