Jarðskjálfti í Bárðarbungu (21. Febrúar 2023)

Í dag (21. Febrúar 2023) klukkan 08:41 varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,9 í Bárðarbungu. Þessi jarðskjálfti verður vegna þess að það er núna þensla í Bárðarbungu eftir að eldgosinu lauk í Holuhrauni árið 2015. Jarðskjálftar með þessa stærð munu eiga sér stað í Bárðarbungu einu sinn til tvisvar á ári þangað til að eldstöðin er tilbúin í næsta eldgos og það mun mjög líklega ekki gerast fyrr en eftir marga áratugi. Það munu koma fram minni jarðskjálftar milli þessara stóru jarðskjálfta. Samkvæmt fréttum, þá fannst þessi jarðskjálfti á Akureyri.

Græn stjarna í eldstöðinni Bárðarbungu í Vatnajökli. Auk rauðra punkta sem sýna minni jarðskjálftana sem eru að eiga sér stað í Bárðarbungu. Það sjást einnig punktar í öðrum eldstöðvum á þessu svæði á Íslandi í formi appelsínugulra punkta og gulra punkta sem eru dreifðir um kortið.
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Síðast var bilið milli eldgosa í Bárðarbungu rétt um 112 ár. Þá var rólegt í Bárðarbungu milli áranna 1902 til ársins 2014. Minnsti tími milli eldgosa í Bárðarbungu virðist vera í kringum 40 ár, en flest eldgos verða í kringum 90 ára til 112 ára mörkin. Þetta er miðað við gögn frá Global Volcanism Program um Bárðarbungu. Það er talsverð óvissa í þessum gögnum, þannig að minnsta tímabil milli eldgosa gæti verið minna en það sem kemur fram.

Ég hef einnig tekið upp að nota staðlaða skilgreiningu á stærðinni á jarðskjálftum eins og hún er útskýrð hérna. Þetta mun einfalda aðeins skrifin hjá mér hérna þegar það kemur að jarðskjálftum. Ég mun íslenska þessi heiti með tímanum.