Jarðskjálftahrina norður af Herðubreið

Í dag (17. Febrúar 2023) klukkan 09:26 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,5 um 4 km norður af Herðubreið. Þessi jarðskjálfti virðist hafa komið af stað jarðskjálftahrinu á þessu svæði. Það er óljóst hvort að þessi jarðskjálftavirkni tengist þeirri þenslu sem er að eiga sér stað núna í Öskju.

Græn stjarna norður af Herðubreið auk punkta í eldstöðinni Öskju sem sýna minni jarðskjálfta.
Jarðskjálftavirkni norður af Herðubreið. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hefur verið aukning í jarðskjálftum á þessu svæði við Herðubreið. Hvað veldur þessari aukningu á jarðskjálftum er óljóst.