Kröftug jarðskjálftahrina norður af Kolbeinsey [uppfærð]

Í dag (14. Febrúar 2023) klukkan 01:24 hófst jarðskjálftahrina sem er 70 til 90 km norður af Kolbeinsey. Það er möguleiki að þessi jarðskjálftahrina sé í sjálfri Kolbeinsey. Stærstu jarðskjálftarnir sem hafa orðið þegar þessi grein er skrifuð voru með stærðina Mw3,5 samkvæmt Veðurstofunni. Samkvæmt EMSC þá hafa orðið tveir jarðskjálftar með stærðina mb4,5.

Tvær grænar stjörnur úti í sjó norður af Kolbeinsey. Auk rauðra punkta og allra annara jarðskjálfta sem verða á Íslandi. Þar sem þetta kort sýnir allt Ísland og sjóinn í kring.
Jarðskjálftavirknin norður af Kolbeinsey. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Fjarlægðin frá landi gerir það erfitt fyrir jarðskjálftamælanet Veðurstofunnar að mæla þessa jarðskjálfta. Þannig að það gæti verið mun meira að gerast heldur en kemur fram á jarðskjálftakortinu. Það er alltaf möguleiki á stórum jarðskjálfta á þessu svæði.

Uppfærsla
Grein uppfærð klukkan 17:11 þann 14. Febrúar 2023

Veðurstofan er búin að yfirfara þessa jarðskjálfta og það eru um átta jarðskjálftar sem komu fram og voru með stærðina yfir Mw3,0. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina mb4,6 samkvæmt vefsíðu EMSC og er hægt að skoða upplýsingar um þann jarðskjálfta hérna.

Grænar stjörnur sem sýna jarðskjálftana langt norður af Íslandi og norður af Kolbeinsey. Þessir jarðskjálftar eru úti í sjó. Á kortinu sjást einnig jarðskjálftar sem hafa orðið annarstaðar á Íslandi.
Jarðskjálftavirknin norður af Kolbeinsey. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það virðist sem að þessari jarðskjálftahrinu sé lokið. Þó er fjarlægðin frá jarðskjálftamælaneti Veðurstofunnar slík að það kemur í veg fyrir að minni jarðskjálftar sem þarna verða mælist.