Samkvæmt frétt á Rúv í kvöld (12. Febrúar 2023) þá er búist við að það muni gjósa í Fagradalsfjalli núna í ár (2023) eða á næsta ári (2024). Það er ekki hægt að segja til um það hvenær þessi eldgos verða. Það verða sterkar jarðskjálftahrinur áður en eldgosin hefjast í Fagradalsfjalli eins og gerðist áður en það fór að gjósa í Mars 2021 og síðan í Ágúst 2022. Áður en það fór að gjósa í Fagradalsfjalli í Mars 2021, þá hafði ekki gosið í Fagradalsfjalli í 6000 til 8000 ár. Það þýðir að það er frekar óljóst hvernig eldstöðin hagar sér og það mun taka smá tíma að sjá hvernig eldgosin verða í Fagradalsfjalli. Það er hinsvegar mjög líklegt að eldgosin í Fagradalsfjalli verði mjög svipuð og eldgosin í Kröflu árið 1975 til 1984, þó með þeim breytingum að eldgosin í Fagradalsfjalli munu vara lengur en gerðist í Kröflu, þetta er miðað við eldri gögn frá öðrum eldstöðum á Reykjanesskaga. Það má búast við að það muni gjósa í Fagradalsfjalli næstu 10 til 20 árin með hléum eins og gerst hefur nú þegar. Þessa stundina er Fagradalsfjall á rólegu tímaskeiði.
Þetta útilokar ekki eldgos í eldstöðinni Reykjanes (vestan við Fagradalsfjall) og síðan í eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja (austan við Fagradalsfjall). Síðustu eldgos í þessum eldstöðvum voru fyrir 700 til 900 árum síðan og þegar þessi grein er skrifuð, þá eru ekki nein augljós merki þess að þessar eldstöðvar eru að fara að gjósa. Það hefur verið mikið um kvikuinnskot í eldstöðinni Reykjanes síðan árið 2019 en það hefur ekki komið af stað eldgosi ennþá. Eldstöðin Krýsuvík-Trölladyngja hefur ekki haft nein kvikuinnskot ennþá. Eldstöðvar austan við Krýsuvík-Trölladyngja, eldstöðvanar Brennisteinsfjöll og Hengilinn hafa ekki sýnt neina virkni ennþá. Það gæti breyst án viðvörunnar ef að kvika fer að leita upp í þær eldstöðvar.