Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Öskju

Í dag (25. Mars 2024) klukkan 08:06 til rúmlega klukkan 11:00. Þá varð jarðskjálftahrina í eldstöðinni Öskju. Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina Mw3,5. Askja er mjög afskekkt og því fannst þessi jarðskjálfti ekki.

Græn stjarna í eldstöðinni Öskju sem er neðst á myndinni. Ásamt nokkrum punktum sem sýna minni jarðskjálfta.
Jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Öskju. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni bendir til þess að þarna hafi átt sér stað kvikuinnskot. Eldgos er ólíklegt í Öskju núna. Þetta gæti þó verið fyrsti hlutinn sem bendir til þess að eldstöðin Askja sé farinn að undirbúa eldgos í framtíðinni. Það er ekki hægt að segja til um það hvenær slíkt eldgos yrði.