Í dag (25. Mars 2024) klukkan 08:06 til rúmlega klukkan 11:00. Þá varð jarðskjálftahrina í eldstöðinni Öskju. Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina Mw3,5. Askja er mjög afskekkt og því fannst þessi jarðskjálfti ekki.
Þessi jarðskjálftavirkni bendir til þess að þarna hafi átt sér stað kvikuinnskot. Eldgos er ólíklegt í Öskju núna. Þetta gæti þó verið fyrsti hlutinn sem bendir til þess að eldstöðin Askja sé farinn að undirbúa eldgos í framtíðinni. Það er ekki hægt að segja til um það hvenær slíkt eldgos yrði.