Jarðskjálftavirkni í Öskju

Í gær (10. Nóvember 2024) varð jarðskjálfti í Öskju með stærðina Mw3,0. Það komu fáir eftirskjálftar í kjölfarið á þessum jarðskjálfta en síðan hefur ekkert meira gerst í kjölfarið á þessari virkni.

Græn stjarna í Öskju, sem er neðst á kortinu. Auk þess er einn blár punktur í eldstöðinni Kröflu sem sýnir litla jarðskjálftavirkni þar.
Jarðskjálftavirkni í Öskju. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er kvikuinnflæði í Öskju núna en það er mitt álit að þetta kvikuinnflæði sé ekki líklegt til þess að valda eldgosi. Ég veit ekki hvort að þessi jarðskjálfti sem varð í Öskju sé tengdur þessu innflæði kviku inn í Öskju.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.