Í morgun klukkan 06:37 þann 21. Apríl 2024 þá varð jarðskjálfti með stærðina Mw5,4 í Bárðarbungu. Stærsti eftirskjálftinn sem kom í kjölfarið á þessum jarðskjálfta var með stærðina Mw3,0. Það er engin jarðskjálftahrina í gangi á þessu svæði þegar þessi grein er skrifuð. Þessi jarðskjálfti fannst á sumum svæðum á Íslandi en fannst líklega á flestum svæðum þar sem mjög rólegt var.
Þessi jarðskjálfti er stærsti jarðskjálftinn í Bárðarbungu síðan í eldgosinu í Holuhrauni árið 2014 til 2015. Þessi jarðskjálftavirkni er langtímamerki um það að þenslan í Bárðarbungu hefur náð nýjum hæðum. Það er mjög ólíklegt að eldgos núna í kjölfarið á þessum jarðskjálfta eða á næstu árum. Styðsti tími milli eldgosa í Bárðarbungu er í kringum 10 ár.
Hérna er mynd af jarðskjálftanum eins og hann kom fram á jarðskjálftamæli hjá mér.