Í dag (22. Apríl 2024) klukkan 04:53 hófst jarðskjálftahrina við Reykjanestá. Þessi jarðskjálftahrina er hvorki stór eða mikil þegar þessi grein er skrifuð. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,1 en aðrir jarðskjálftar voru minni að stærð.
Þessi jarðskjálftavirkni bendir til þess að þarna sé kvika á ferðinni. Eins og er, þá er þetta of lítil virkni til þess að eldgos geti hafist þarna eins og er. Það getur breyst án viðvörunnar. Staðan á eldstöðinni Reykjanes er óljóst, þar sem hluti þessar eldstöðvar er undir sjó og þá er mun erfiðara að vakta eldstöðina og stundum jafnvel ekki hægt.