Kröftug jarðskjálftahrina í Bárðarbungu

Í kvöld þann 22. Febrúar 2025 klukkan 21:04 varð jarðskjálfti með stærðina Mw5,2 í Bárðarbungu. Í kjölfarið hafa orðið nokkrir minni jarðskjálftar og jarðskjálftahrinan á svæðinu virðist ennþá vera í gangi.

Grænar stjörnur og síðan rauðir punktar sem sýna jarðskjálftavirknina í Bárðarbungu í Vatnajökli. Bárðarbunga er vestast á þessu korti. Á kortinu eru einnig minni jarðskjálftar í öðrum nálægum eldstöðvum.
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftahrina stafar mögulega af þeirri ástæður að kvika sé að reyna að brjóta sér leið upp á yfirborðið. Hvort að það tekst verður að koma í ljós. Það er möguleiki á því að þetta muni ekki takast hjá kvikunni. Hvernig þetta þróast verður að koma í ljós. Það er hinsvegar ljóst að eldgos er ekki yfirvofandi núna.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.