Jarðskjálftahrina í Herðubreið

Í gær (10. Maí 2025) klukkan 09:36 hófst jarðskjálftahrina í Herðubreið. Þessi jarðskjálftahrina hófst með jarðskjálfta sem var með stærðina Mw3,1 og í kjölfarið komu nokkrir minni jarðskjálftar.

Græn stjarna ásamt appelsínugulum punktum sem sýna minni jarðskjálfta á sama svæði. Rétt norðan við Herðubreið.
Jarðskjálftahrinan við Herðubreið. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessir jarðskjálftar eru brotaskjálftar og þarna eru engin merki um að kvika sé á ferðinni. Jarðskjálftahrinur eru oft mjög algengar í kringum Herðubreið en oft eru löng tímabil þar sem ekkert gerist á þessu svæði.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.