Í gær (10. Maí 2025) klukkan 09:36 hófst jarðskjálftahrina í Herðubreið. Þessi jarðskjálftahrina hófst með jarðskjálfta sem var með stærðina Mw3,1 og í kjölfarið komu nokkrir minni jarðskjálftar.

Þessir jarðskjálftar eru brotaskjálftar og þarna eru engin merki um að kvika sé á ferðinni. Jarðskjálftahrinur eru oft mjög algengar í kringum Herðubreið en oft eru löng tímabil þar sem ekkert gerist á þessu svæði.