Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Krýsuvík

Í gær (18. Júní 2025) varð hófst jarðskjálftahrina í eldstöðinni Krýsuvík. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,4 og fannst í Reykjavík og nágrenni.

Græn stjarna vestan við Kleifarvatn. Auk punkta sem sýna minni jarðskjálfta.
Jarðskjálftahrinan í eldstöðinni Krýsuvík. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er líklegt að þessi jarðskjálftahrina sé vegna þenslunnar í eldstöðinni Svartsengi. Það eru því líkur á frekari jarðskjálftum á þessu svæði á næstu vikum vegna þenslunnar í Svartsengi.

Stærsti jarðskjálftinn hingað til í Ljósufjöllum

Í gær (16. Júní 2025) klukkan 18:05 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,7 í eldstöðinni Ljósufjöllum. Dýpi þessa jarðskjálfta var um 18 km. Þessi jarðskjálfti fannst á svæðinu sem er ekki með mikla byggð.

Græn stjarna í eldstöðvarkerfinu Ljósufjöllum á vestanverðu Íslandi. Nokkuð norður af Borgarnesi.
Jarðskjálftavirknin í eldstöðvarkerfinu Ljósufjöllum. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni heldur áfram á þessu svæði þar sem kvika er ennþá að troðast upp í jarðskorpuna á þessu svæði. Síðan innflæði kviku hófst í jarðskorpuna á þessu svæði, þá er ekki að sjá að kvikan hafi náð að rísa nokkuð upp í gegnum jarðskorpuna. Það veldur því að þrýstingur heldur áfram að aukast í jarðskorpunni á þessu svæði á dýpsta hluta jarðskorpunnar. Jarðskorpan á þessu svæði er einnig ekki að gefa eftir þrýstingi frá kvikunni, þar sem jarðskorpan á þessu svæði er gömul, köld og brotgjörn. Það þýðir að miklu erfiðara er fyrir kvikuna að troðast upp í gegnum jarðskorpuna á þessu svæði og ná til yfirborðs.

Djúpir jarðskjálftar í Eyjafjallajökli

Djúp jarðskjálftavirkni heldur áfram í Eyjafjallajökli. Undanfarnar vikur hefur þessi jarðskjálftavirkni orðið aðeins grynnri. Farið úr 29 km og upp í 24 km dýpi.

Rauðir punktur sýnir nýja jarðskjálfta í Eyjafjallajökli. Ásamt appelsínugulum punktum sem eru aðeins eldri jarðskjálftar.
Jarðskjálftavirknin í Eyjafjallajökli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni er ennþá mjög langt frá því að koma af stað eldgosi í Eyjafjallajökli. Það er hinsvegar áhugavert hversu snemma þetta gerist. Þar sem það eru aðeins 15 ár síðan það gaus í Eyjafjallajökli.