Kröftugur jarðskjálfti í Bárðarbungu þann 27. Júlí 2025

Þann 27. Júlí 2025 klukkan 23:39 varð jarðskjálfti með stærðina Mw5,2. Klukkan 23:41 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,1 en seinni jarðskjálftinn er inní í fyrsta jarðskjálftum og sést því ekki í jarðskjálftagögnunum beint án greiningar á gögnunum. Stærsti jarðskjálftinn fannst á Akureyri.

Tvær grænar stjörnur í Bárðarbungu og norðari stjarnan er stærri jarðskjálftinn. Syðri jarðskjálftinn er minni jarðskjálftinn.
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta er hefðbundin jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu á meðan eldstöðin heldur áfram að þenjast út. Svona stórir jarðskjálftar verða á nokkura mánaða fresti.

Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Krýsuvík

Aðfaranótt 20. Júlí 2025 klukkan 02:55 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,5 í eldstöðinni Krýsuvík. Þessi jarðskjálfti fannst í Reykjavík og nálægum svæðum.

Græn stjarna austan við Kleifarvatn. Auk blárra punkta sem sýna minni jarðskjálfta í eldstöðinni Krýsuvík.
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Krýsuvík. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta er jarðskjálfti sem vegna spennu í jarðskorpunni á svæðinu. Þetta er mögulega aðlögun í jarðskorpunni vegna spennubreytinga sem fylgja eldgosinu í eldstöðinni í Svartsengi. Þar sem eldgosið í Svartsengi veldur því að eldstöðin lækkar og það kemur af stað spennubreytingum í jarðskorpunni. Það er að sjá að þessari jarðskjálftahrinu virðist vera lokið.

Staðan í eldgosinu í Sundhnúkagígum í eldstöðinni Svartsengi þann 17. Júní 2025 klukkan 01:36

Þetta er stutt yfirlit yfir stöðuna í eldgosinu í Sundhnúkagígum í eldstöðinni Svartsengi. Upplýsingar hérna eru eins réttar og hægt er að hafa það þegar ég skrifa þessa grein. Staðan getur breyst snögglega og án viðvörunar í þessu eldgosi eftir að greinin er skrifuð.

  • Gossprungan náði rúmlega 2,5 km þegar hún var sem lengst. Gossprungan er farinn að minnka eftir því sem dregið hefur úr krafti eldgossins.
  • Þetta eldgos er það nyrsta af þeim eldgosum sem hafa orðið.
  • Hraunflæðið er í átt að Fagradalsfjalli og Fagradal. Mjög líklegt er að hraunið sé búið að fylla upp í Fagradal.
  • Þegar þessi grein er skrifuð. Þá er að sjá að óróinn sé mjög stöðugur. Þetta getur breyst án viðvörunnar og mjög snögglega.
  • GPS gögn benda til þess að mesta lækkunin sem hefur orðið er í kringum 100mm á síðustu 12 klukkutímum síðan eldgosið hófst þar sem það er mest. Lækkun á GPS stöðvum er mismunandi eftir því hvar þær eru staðsettar í eldstöðvarkerfinu Svartsengi.
  • Það er næstum því engin jarðskjálftavirkni á svæðinu.
  • Ég reikna ekki með því að eldgosið vari nema í nokkra daga í mesta lagi. Hinsvegar fara þessi eldgos stundum í einn gíg sem gýs nokkuð lengi. Það er ekki hægt að segja til um það núna hvort að það gerist.
  • Þoka hefur komið í veg fyrir útsýni á eldgosið í allan gærdag og þokan er ennþá að koma í veg fyrir að hægt sé að fylgjast með eldgosinu á vefmyndavélum.
  • Gasmengun hefur verið vandamál í þessu eldgosi. Það er ekki víst að það breytist fyrr en þegar þetta eldgos klárast.

Ef það verður eitthvað meira í fréttum af þessu eldgosi. Þá mun ég skrifa um það hérna. Ég reikna ekki með því að það verði tilfellið eins og er þegar þessi grein er skrifuð.

Eldgos hafið í Sundhnúkagígaröðinni í eldstöðinni Svartsengi

Í dag (16. Júlí 2025) klukkan 03:53:31 hófst eldgos í Sundhnúkagígaröðinni í eldstöðinni Svartsengi. Eldgosið er nyrst á gossprungunni sem er á þessu svæði og hefur gosið áður. Þetta eldgos er langt frá öllum mikilvægum innviðum. Gossprungan virðist ekki vera mjög löng miðað við það sem sést á vefmyndavélum.

Eldgosið í Sundhnúkagígaröðinni. Það er appelsínugult og kvikustrókanir sjást mjög vel á vefmyndavélinni sem er á Þorbirni.
Eldgosið í Sundhnúkagígaröðinni. Skjáskot af vefmyndavél Rúv á Þorbirni.

Það er ekki hægt að vita hversu lengi þetta eldgos mun vara. Það gæti verið frá nokkrum klukkutímum yfir í nokkra daga. Ef þörf verður á því. Þá mun ég setja inn nýjar upplýsingar hingað inn. Hingað til í þessum eldgosum, þá hefur þess ekki verið þörf.

Jarðskjálftahrina á suðurlandsbrotabeltinu

Í dag (7. Júlí 2025) klukkan 04:38 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,4. Þessi jarðskjálftahrina varð nálægt svæði sem heitir Árnes. Meira en tugur jarðskjálfta kom í kjölfarið á stærsta jarðskjálftanum. Það eru engar tilkynningar um að þessi jarðskjálfti hafi fundist í sumarhúsum sem eru á þessu svæði en það er ekki hægt að útiloka að stærsti jarðskjálftinn hafi fundist.

Græn stjarna þar sem stærsti jarðskjálftinn er á kortinu. Auk gulra punkta sem sýna minni jarðskjálfta.
Jarðskjálftahrinan vestur af Heklu í Árnesi. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég held að þessi jarðskjálfti sé ekki merki um stærri jarðskjálfta á þessu svæði. Þar sem stærri jarðskjálftar á Suðurlandsbrotabeltinu verða oft án mikillar viðvörunnar. Þessari jarðskjálftahrinu virðist núna vera lokið.