Jarðskjálftahrina á suðurlandsbrotabeltinu

Í dag (7. Júlí 2025) klukkan 04:38 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,4. Þessi jarðskjálftahrina varð nálægt svæði sem heitir Árnes. Meira en tugur jarðskjálfta kom í kjölfarið á stærsta jarðskjálftanum. Það eru engar tilkynningar um að þessi jarðskjálfti hafi fundist í sumarhúsum sem eru á þessu svæði en það er ekki hægt að útiloka að stærsti jarðskjálftinn hafi fundist.

Græn stjarna þar sem stærsti jarðskjálftinn er á kortinu. Auk gulra punkta sem sýna minni jarðskjálfta.
Jarðskjálftahrinan vestur af Heklu í Árnesi. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég held að þessi jarðskjálfti sé ekki merki um stærri jarðskjálfta á þessu svæði. Þar sem stærri jarðskjálftar á Suðurlandsbrotabeltinu verða oft án mikillar viðvörunnar. Þessari jarðskjálftahrinu virðist núna vera lokið.