Þetta er stutt yfirlit yfir stöðuna í eldgosinu í Sundhnúkagígum í eldstöðinni Svartsengi. Upplýsingar hérna eru eins réttar og hægt er að hafa það þegar ég skrifa þessa grein. Staðan getur breyst snögglega og án viðvörunar í þessu eldgosi eftir að greinin er skrifuð.
- Gossprungan náði rúmlega 2,5 km þegar hún var sem lengst. Gossprungan er farinn að minnka eftir því sem dregið hefur úr krafti eldgossins.
- Þetta eldgos er það nyrsta af þeim eldgosum sem hafa orðið.
- Hraunflæðið er í átt að Fagradalsfjalli og Fagradal. Mjög líklegt er að hraunið sé búið að fylla upp í Fagradal.
- Þegar þessi grein er skrifuð. Þá er að sjá að óróinn sé mjög stöðugur. Þetta getur breyst án viðvörunnar og mjög snögglega.
- GPS gögn benda til þess að mesta lækkunin sem hefur orðið er í kringum 100mm á síðustu 12 klukkutímum síðan eldgosið hófst þar sem það er mest. Lækkun á GPS stöðvum er mismunandi eftir því hvar þær eru staðsettar í eldstöðvarkerfinu Svartsengi.
- Það er næstum því engin jarðskjálftavirkni á svæðinu.
- Ég reikna ekki með því að eldgosið vari nema í nokkra daga í mesta lagi. Hinsvegar fara þessi eldgos stundum í einn gíg sem gýs nokkuð lengi. Það er ekki hægt að segja til um það núna hvort að það gerist.
- Þoka hefur komið í veg fyrir útsýni á eldgosið í allan gærdag og þokan er ennþá að koma í veg fyrir að hægt sé að fylgjast með eldgosinu á vefmyndavélum.
- Gasmengun hefur verið vandamál í þessu eldgosi. Það er ekki víst að það breytist fyrr en þegar þetta eldgos klárast.
Ef það verður eitthvað meira í fréttum af þessu eldgosi. Þá mun ég skrifa um það hérna. Ég reikna ekki með því að það verði tilfellið eins og er þegar þessi grein er skrifuð.