Lítil jarðskjálftahrina í eldstöðinni Hrómundartindi

Aðfaranótt 26. Maí 2025 klukkan 02:31 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,3. Þessi jarðskjálfti fannst í Hveragerði. Það komu nokkrir minni jarðskjálftar í kjölfarið á stærsta jarðskjálftanum.

Græn stjarna þar sem stærsti jarðskjálftinn varð ásamt nokkrum gulum punktum á sama svæði.
Jarðskjálftavirknin í Hrómundartindi. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirknin á þessu svæði er mjög regluleg og það er ekki að sjá að þarna séu kvikuhreyfingar að valda jarðskjálftavirkni á þessu svæði.

Kröftug jarðskjálftahrina nærri Eldey og Geirfugladrangi á Reykjaneshrygg

Í gær (24. Maí 2025) hófst kröftug jarðskjálftahrina nærri Eldey og Geirfugladrangi á Reykjaneshrygg. Stærsti jarðskjálftinn sem hefur orðið í þessari jarðskjálftahrinu hingað til var með stærðina Mw5,1. Þessi jarðskjálfti fannst yfir stórt svæði á suðurlandi. Það hafa einnig orðið yfir 40 jarðskjálftar með stærðina Mw3,0 síðan jarðskjálftahrinan hófst.

Grænar stjörnur og rauðir punktar sem sýna staðsetningar jarðskjálftana á Reykjaneshrygg. Þessir jarðskjálftar eru dreifðir yfir frekar stórt svæði.
Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg við Eldey og Geirfugladrang. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þegar þessi grein er skrifuð. Þá er farið að draga úr jarðskjálftavirkninni en jarðskjálftavirknin getur aukist aftur snögglega. Veðurstofan telur að þarna séu eingöngu brotaskjálftar á ferðinni. Það er mitt álit að þessi jarðskjálftavirkni getur hafa komið til vegna kvikuhreyfinga án þess að það gjósi núna. Af hverju þessi jarðskjálftahrina er að eiga sér stað er óljóst þegar þessi grein er skrifuð. Það gæti breyst ef þessi jarðskjálftahrina eykst aftur.

Jarðskjálftahrinan austur af Grímsey jókst á ný

Síðustu nótt (14. Maí 2025) klukkan 05:20 varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,9 til Mw5,0 austan við Grímsey (EMSC hefur þennan jarðskjálfta með stærðina Mw4,6, upplýsingar hérna). Stærsti jarðskjálftinn fannst í Grímsey og alveg suður til Akureyrar.

Grænar stjörnur og rauðir punktar sem sýna jarðskjálftavirknina austur af Grímsey.
Jarðskjálftahrinan austur af Grímsey. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinan hefur verið að sýna merki um það að hún komi í bylgjum. Þar sem það eru toppar af mikilli virkni og síðan kemur tímabil lítillar virkni. Það er óljóst hvað þetta þýðir. Það er hætta á því að frekari sterkir jarðskjálftar verði á næstu klukkutímum eða jafnvel vikum. Það gæti einnig gerist að jarðskjálftavirknin bara hætti eins og er algengt á þessu svæði. Ég er ekki að sjá nein merki um kvikuhreyfingar á þessu svæði.

Jarðskjálftahrina í Tjörnesbrotabeltinu

Í nótt (13. Maí 2025) klukkan 04:02 varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,7 austan við Grímsey. Þessi jarðskjálfti fannst í Grímsey fannst og náði að vekja fólk. Þessi jarðskjálfti fannst einnig víða á norðanverðu Íslandi. Það hafa orðið samtals sjö jarðskjálftar með stærðina Mw3,0 eða stærri síðan þessi jarðskjálftahrina hófst.

Grænar stjörnur og appelsínugulir og rauðir punktar sem sýna minni jarðskjálfta á þessu svæði.
Jarðskjálftahrinan austan við Grímsey. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð. Það hefur dregið úr þessari jarðskjálftahrinu en jarðskjálftahrinur eiga það til að aukast aftur. Það getur þó einnig verið að það bara dragi úr þessari jarðskjálftahrinu á næstu dögum eins og er algengast að gerist.

Jarðskjálftahrina í Herðubreið

Í gær (10. Maí 2025) klukkan 09:36 hófst jarðskjálftahrina í Herðubreið. Þessi jarðskjálftahrina hófst með jarðskjálfta sem var með stærðina Mw3,1 og í kjölfarið komu nokkrir minni jarðskjálftar.

Græn stjarna ásamt appelsínugulum punktum sem sýna minni jarðskjálfta á sama svæði. Rétt norðan við Herðubreið.
Jarðskjálftahrinan við Herðubreið. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessir jarðskjálftar eru brotaskjálftar og þarna eru engin merki um að kvika sé á ferðinni. Jarðskjálftahrinur eru oft mjög algengar í kringum Herðubreið en oft eru löng tímabil þar sem ekkert gerist á þessu svæði.

Jarðskjálfti með stærðina Mw4,8 til Mw5,3 í eldstöðinni Bárðarbungu

Í dag (5. Maí 2025) klukkan 21:14 varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,8 til Mw5,3 í eldstöðinni Bárðarbungu. Mismunandi stærðir eru hjá þessum aðilum, Veðurstofa Íslands er með Mw4,8, EMSC er með stærðina Mw5,1 og síðan er USGS með stærðina Mw5,3. Ég veit ekki hver er munurinn sem veldur þessum stærðarmun á þessum jarðskjálfta.

Tvær grænar stjörnur og síðan rauðir punktar sem sýna jarðskjálftana í eldstöðinni Bárðarbungu. Tími kortsins er 5. Maí klukkan 22:55.
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni stafar af þenslu í eldstöðinni Bárðarbungu sem hefur verið í gangi síðan eldgosinu lauk þar þann 27. Febrúar 2015. Það má reikna með svona jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu á nokkura mánaða fresti.