Jarðskjálftahrina í Tjörnesbrotabeltinu

Í nótt (13. Maí 2025) klukkan 04:02 varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,7 austan við Grímsey. Þessi jarðskjálfti fannst í Grímsey fannst og náði að vekja fólk. Þessi jarðskjálfti fannst einnig víða á norðanverðu Íslandi. Það hafa orðið samtals sjö jarðskjálftar með stærðina Mw3,0 eða stærri síðan þessi jarðskjálftahrina hófst.

Grænar stjörnur og appelsínugulir og rauðir punktar sem sýna minni jarðskjálfta á þessu svæði.
Jarðskjálftahrinan austan við Grímsey. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð. Það hefur dregið úr þessari jarðskjálftahrinu en jarðskjálftahrinur eiga það til að aukast aftur. Það getur þó einnig verið að það bara dragi úr þessari jarðskjálftahrinu á næstu dögum eins og er algengast að gerist.