Jarðskjálftahrinan austur af Grímsey jókst á ný

Síðustu nótt (14. Maí 2025) klukkan 05:20 varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,9 til Mw5,0 austan við Grímsey (EMSC hefur þennan jarðskjálfta með stærðina Mw4,6, upplýsingar hérna). Stærsti jarðskjálftinn fannst í Grímsey og alveg suður til Akureyrar.

Grænar stjörnur og rauðir punktar sem sýna jarðskjálftavirknina austur af Grímsey.
Jarðskjálftahrinan austur af Grímsey. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinan hefur verið að sýna merki um það að hún komi í bylgjum. Þar sem það eru toppar af mikilli virkni og síðan kemur tímabil lítillar virkni. Það er óljóst hvað þetta þýðir. Það er hætta á því að frekari sterkir jarðskjálftar verði á næstu klukkutímum eða jafnvel vikum. Það gæti einnig gerist að jarðskjálftavirknin bara hætti eins og er algengt á þessu svæði. Ég er ekki að sjá nein merki um kvikuhreyfingar á þessu svæði.